Skip to main content

Skilmálar

Á.Jónsson ehf/Tantra.is

Almennt

Tantra áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga og einnig að breyta verðum eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust. Áskilinn er réttur til að staðfesta pantanir símleiðis.

Afhending vöru

Allar vörur eru afgreiddar næsta virka dag eftir pöntun. Sé varan ekki til á lager mun þjónustufulltrúi hafa samband og tilkynna um áætlaðan afhendingartíma vörunnar. Öllum pöntunum er dreift af Íslandspósti Kt: 701296-6139 og gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar. Tantra ber samkvæmt þessu ekki ábyrgð á því tjóni sem dreifingaraðili, t.d  Pósturinn, kann að valda á vörunni.

Skilafrestur og endurgreiðsluréttur

Kaupandi hefur 14 daga til að hætta við kaupin að því tilskildu að henni sé skilað í sama ástandi og þegar hún var keypt og innsigli ekki rofið ef það á við. “ Ath, ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið vegna lýðheilsusjónarmiða og af hreinlætisástæðum sbr. 18. gr. laga nr. 16/2016″ en við innsiglum aðeins þær vörur sem falla undir þessi ákvæði. Fresturinn byrjar að líða þegar varan er afhent skráðum viðtakanda. Sýna þarf fram á að varan sé keypt af tantra.is / Á.Jónsson ehf en ekki annar staðar. Endurgreiðsla er framkvæmd að fullu ef ofangreind skilyrði eru uppfyllt og eftir að varan er móttekin af okkur. Vinsamlegast hafið samband við Tantra fyrir nánari upplýsingar.

Verð

Vinsamlegast athugið að verð á netinu geta breyst án fyrirvara.

Skattar og gjöld

Öll verð í netversluninni eru með VSK og reikningar eru gefnir út með VSK.

Trúnaður

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum. Sendingar koma í ómerktum pökkum og engin hætta á að vita hvað sé verið að kaupa.

Ábyrgð

Um ábyrgð á vörum fer samkvæmt ákvæðum laga nr. 48/2003, um neytendakaup, í tilviki neytendakaupa. Samkvæmt 7. gr. laganna telst varan afhent þegar neytandi hefur veitt henni viðtöku og áhætta af hlutnum flyst yfir til neytanda þegar söluhlutur hefur verið afhentur, sbr. 1. mgr. 14. gr. laganna.

Ástæða er til að vekja athygli á að neytanda ber að tilkynna um galla án ástæðulausrar tafar frá því að hann varð galla var eða mátti verða hans var en frestur neytanda til að leggja fram kvörtun er aldrei styttri en tveir mánuðir frá því að hann varð galla var. Frestur til tilkynningar um galla er oftast tvö ár skv. 2. mgr. 27. gr. laga nr. 48/2003

2 ára ábyrgð er vegna framleiðslugalla á endurhlaðanlegum vörum gegn framvísun kvittunar og nær hún yfir galla eins og t.d sambandsleysis við mótor eða takka vörunar.

Ath: ábyrgðin nær ekki yfir útlits, rafhlöðu, högg eða rakaskemmda og einnig ef notuð eru röng efni með tækjum sem þola ekki olíur og/eða silicone sleipiefni.

Ágreiningsmál

Ef upp kemur ágreiningur getur neytandinn skotið ágreiningsmáli sínu til kærunefndar vöru og þjónustukaupa borgartúni 29, 105 rvk. Vefslóð nefndarinnar er www.kvth.is